„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. júlí 2022 07:30 Hollendingar réðu ekkert við Tryggva Snæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax. Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik