Vistaskiptin hafa legið lengi í loftinu enda Vísir fjallað nær daglega um möguleg félagaskipti hins 25 ára gamla Zinchenko.
Nú eru þau loks orðin að veruleika. Alls varð Úkraínumaðurinn fjórum sinnum Englandsmeistari með Man City en hann hefur hins vegar nær alltaf verið í aukahlutverki í Manchester-borg.
Welcome, Alex
— Arsenal (@Arsenal) July 22, 2022
Zinchenko er nú mættur til Lundúna þar sem honum er ætlað stórt hlutverk í ungu og spennandi liði Arsenal. Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Skyttanna í sumar, hinir fimm eru Gabriel Jesus, Marquinhos, Matt Turner og Fabio Vieira.
Arsenal opnar ensku úrvalsdeildina þann 5. ágúst er liðið mætir Crystal Palace á útivelli.