Arnar gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því að liðið mætti Venesúela fyrir helgi.
Þeir Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Stefán Teit Þórðarson og Hákon Arnar Halldórsson.
Rúnar Alex Rúnarsson stendur í markinu hjá íslenska liðinu, en varnarlínuna skipa þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Davíð Kristján Ólafsson.
Birkir Bjarnason, Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson eru inni á miðsvæðinu og þeir Arnór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson eru í fremstu víglínu.
👀 Byrjunarlið A karla sem mætir Albaníu í Þjóðadeild UEFA.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2022
👇 Our starting lineup against Albania in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/b5LRdZK74t