Gremst enn klakaleikurinn á Íslandi: „Myndi ekki gerast í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 13:30 Áine O‘Gorman var á frosnum Laugardalsvelli árið 2008 þar sem draumur Íra um fyrsta stórmótið varð að engu. Fjallað var um það í Fréttablaðinu í aðdraganda leiks að völlurinn væri ekki leikhæfur. @aineogor9 og Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.08 Írar hafa aldrei komist á stórmót í fótbolta kvenna en taka nú þátt í sama umspili og Ísland fyrir HM á næsta ári. Stærsta tækifæri Íra hingað til, á að komast á stórmót, var í umspili gegn Íslandi 2008 en þá réðust úrslitin við skelfilegar aðstæður í Reykjavík. Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira