Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 09:22 Hjörtur Erlendsson er forstjóri Hampiðjunnar. Hampiðjan Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira