Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Guðmundur A. Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2022 21:27 Valsmenn unnu nauman sigur í kvöld. Vísir/Bára Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Fyrir leik talaði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um að hans lið ætlaði að berja á liði Vals og gera þeim lífið leitt. Gestunum frá Egilsstöðum tókst ætlunarverk sitt lengst af í þessum leik. Vísir/Bára Gæðin sóknarlega voru ekki þau allra mestu hjá báðum liðum til að byrja með en Hattarmenn voru skrefi á undan þegar fyrsta leikhluta lauk. Obadiah Nelson Trotter var virkilega öflugur og það sama má segja um Gísla Þórarin Hallsson sem skilaði góðum mínútum inn af bekknum. Í byrjun annars leikhluta náðu gestirnir tíu stiga forskoti og Valsmenn virtust týndir. Annað liðið virkaði hungraðara á fyrstu mínútum leiksins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og við það vöknuðu heimamenn af værum blundi. Með Pablo Bertone fremstan í flokki náðu Valsarar að koma sér aftur inn í leikinn, og komust þeir yfir fyrir hálfleikshléið. Bertone setti flautukörfu sem sá til þess að Valur var þremur stigum yfir í hálfleik, 46-43. Tilfinningin var sú í seinni hálfleik að Valur myndi stinga af og sigla þessu þægilega heim. Þeir stungu af um nokkurt skeið og náðu að byggja upp forskot fyrir fjórða leikhlutann. Valur leiddi með tólf stigum að loknum þriðja leikhlutanum og var útlit fyrir þægilegan sigur. Vísir/Bára En Höttur er ekki með lið sem gefst upp. Með vilja og eljusemi komu þeir sér aftur inn í leikinn. Þeir náðu að jafna, og komast yfir þegar skammt var eftir. Það mátti heyra saumnál detta á Hlíðarenda. Það mátti reyndar gera það allan leikinn þar sem lítið var um hávaða úr stúkunni á meðan leik stóð. Valsmenn fóru illa með sínar sóknir, Höttur varðist vel og bætti stigum á töfluna hinum megin. Þegar ein mínúta og 15 sekúndur voru eftir, þá voru gestirnir með fjögurra stiga forskot. Útlitið var dökkt fyrir heimamenn, en allra bestu liðin finna leið til að vinna svona leiki. Það gerðu Valsmenn. Kári Jónsson, sem átti erfiðan dag, fór á vítalínuna og setti niður tvö skot eftir að Ozren Pavlovic hafði sett niður erfiðan þrist. Timothy Guers hefur átt betri daga í liði Hattar, en hann tók lokaskotið og hitti ekki. Mögulega hefði verið betra ef boltinn hefði farið í hendurnar á Trotter á þeim tímapunkti. Valur er á toppnum en Hattarmenn eru um miðja deild með þrjá sigurleiki og fjóra tapleiki eftir fyrstu sjö umferðirnar. Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Þetta hefði getað dottið báðum megin, en líkt og fyrr segir þá finna allra bestu liðin leið til að vinna svona leiki. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar og þeir kunna að vinna. Það er ansi mikil sigurhefð á Hlíðarenda og undirritaður ætlar að segja að þetta ‘know-how’ hafi skilað þeim yfir línuna í erfiðum leik í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val var Pablo Bertone langbestur í fyrri hálfleiknum. Það dró aðeins af honum í seinni hálfleiknum, en þá stigu aðrir upp. Kristófer Acox og Callum Lawson voru drjúgir fyrir Valsmenn, varnarlega og sóknarlega. Hjá gestunum í Hetti var Obadiah Nelson Trotter stigahæstur með 20 stig. Hann skaut 64 prósent af vellinum - þar af sex af sjö í þristum - sem er stórkostlegt. Timothy Guers steig upp í fjórða leikhluta en þeir hefðu þurft á honum að halda mun fyrr. Gísli Þórarinn skilaði mjög góðu dagsverki af bekknum. Hvað gekk illa? Kári Jónsson átti mjög svo erfiðan dag þar sem hann var bara með fjögur stig og var hann 1/9 af vellinum. Ekki nægilega gott hjá ein öflugum leikmanni og hann er. Hann gaf samt sem áður sjö stoðsendingar og setti niður mikilvæg víti. Hjá Hetti var Matej Karlovic tveir af sjö í þristum en maður býst einhvern veginn við meiru af honum. Höttur var líka -12 þegar hann var inn á, en enginn leikmaður á vellinum var með lægra plús/mínus í þessum leik. Bæði lið þurfa að gera betur í því að halda í góða forystu sem þau byggja upp. „Hingað til hefur þetta verið gott en það er löng leið eftir” Callum Lawson var mikilvægur í liði Vals í kvöld.Vísir/Bára Callum Lawson setti niður 17 stig og var mikilvægur fyrir sitt lið á lokasprettinum í þessum sigri. „Mér líður vel, ég er feginn að við skyldum ná þessum sigri. Þetta var mjög erfiður leikur og hann tók á líkamlega,” sagði Lawson eftir leik og bætti við: ,,Þetta gefur okkur frekari reynslu og það er gott að vinna svona jafna leiki.” Hattarmenn eru nýliðar í deildinni en eru búnir að vinna þrjá leiki af sjö. Voru þeir betri en hann bjóst við? „Mér fannst við ekki vanmeta þá. Þeir eru mjög góðir og hittu úr stórum skotum. Þeir eru sterkir líkamlega og við mættum þeim ekki nægilega vel í fyrri hálfleik sérstaklega. Í seinni hálfleik vorum við aðeins betri og við náðum að lifa af.” Valsmenn voru tólf stigum yfir þegar fjórði leikhluti byrjaði en þeir misstu þá forystu niður. Hvað gerðist þar? „Það slökknaði á okkur varnarlega, en þeir gerðu mjög vel í að halda áfram og koma til baka. Þeir eru erfiðir við að eiga. Þeir spiluðu frábæran leik en það er gaman að berjast og komast í gegnum það.” Hann fór á vítalínuna undir lokin og innsiglaði sigurinn. Hvernig er að fara á vítalínuna þegar það er svona mjótt á munum? „Það var minna en sekúnda eftir á klukkunni og því var pressan ekkert mikil. Seinna á tímabilinu, í úrslitakeppninni, þá ferðu að finna fyrir pressunni. Þess vegna spilum við og það er gaman. Hingað til hefur þetta verið gott en það er löng leið eftir. Við verðum að bæta okkur og það er það sem við ætlum að gera.” „Maður tekur það út úr þessu að geta unnið án þess að þeir tveir séu að skora mikið” Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára „Ég er virkilega ánægður. Við vorum að spila á móti hörkuliði,” sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, eftir þriggja stiga sigur gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Valur er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot. Þetta var alls ekki auðveldur leikur fyrir Valsmenn. Þeir komust tólf stigum yfir fyrir fjórða leikhluta en misstu það niður og voru fjórum stigum undir þegar rúm mínúta var eftir. Íslandsmeistararnir náðu þó að landa sigrinum. „Þetta var 50/50 leikur og ég er virkilega ánægður með að klára þennan leik. Höttur spilar fast og vel. Þeir eru vel skipulagðir og eru þolinmóðir í sókninni… Þeir eiga eftir að verða betri eftir því sem líður á veturinn.” „Mér fannst við búa til ágætis færi á köflum. Það vantaði samt kannski að fá fleiri auðveldari stig; þetta var mikið af skotum fyrir utan. Það voru slæm augnablik þar sem við hefðum getað byggt upp muninn frekar en á móti koma þeir og gera vel. Trotter spilaði virkilega vel og hinir setja stóru skotin þegar það skiptir máli. Sem betur fer snerist þetta við í lokin.” Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson var ekki alveg á sínum besta degi þar sem hann skoraði bara fjögur stig og var einn af níu af vellinum. „Hann hefur oft verið betri. Það er erfitt fyrir menn að eiga alltaf einhverja stjörnuleiki. Þeir gerðu líka vel á hann. Hann klikkaði á mörgum skotum sem maður er vanur að sjá hann setja. En það er styrkur liðsins að geta stigið upp. Pablo setur bara þrjú í seinni hálfleik og hann þessi tvö víti. Maður tekur það út úr þessu að geta unnið án þess að þeir tveir séu að skora mikið.” Valur er á toppnum. Eru þeir stærstu meistarakandídatarnir eins og staðan er núna? „Nei, nei. Það er fínt að ná að klára leiki. Þetta er sama tuggan: Það skiptir ekki máli hvernig staðan er núna… við erum að vinna leiki en við erum ekkert betri en þessi lið í kringum okkur. Við verðum að vera einbeittir á það að halda áfram að bæta okkur, bæta í. Um leið og við förum að líta of stórt á okkur þá förum við beint niður í ræsið. Við eigum eftir að tapa leikjum og við eigum eftir að spila illa, en það gleður mann að spila ekki betur en þetta og vinna leikinn samt.” Subway-deild karla Valur Höttur Körfubolti
Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Fyrir leik talaði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um að hans lið ætlaði að berja á liði Vals og gera þeim lífið leitt. Gestunum frá Egilsstöðum tókst ætlunarverk sitt lengst af í þessum leik. Vísir/Bára Gæðin sóknarlega voru ekki þau allra mestu hjá báðum liðum til að byrja með en Hattarmenn voru skrefi á undan þegar fyrsta leikhluta lauk. Obadiah Nelson Trotter var virkilega öflugur og það sama má segja um Gísla Þórarin Hallsson sem skilaði góðum mínútum inn af bekknum. Í byrjun annars leikhluta náðu gestirnir tíu stiga forskoti og Valsmenn virtust týndir. Annað liðið virkaði hungraðara á fyrstu mínútum leiksins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og við það vöknuðu heimamenn af værum blundi. Með Pablo Bertone fremstan í flokki náðu Valsarar að koma sér aftur inn í leikinn, og komust þeir yfir fyrir hálfleikshléið. Bertone setti flautukörfu sem sá til þess að Valur var þremur stigum yfir í hálfleik, 46-43. Tilfinningin var sú í seinni hálfleik að Valur myndi stinga af og sigla þessu þægilega heim. Þeir stungu af um nokkurt skeið og náðu að byggja upp forskot fyrir fjórða leikhlutann. Valur leiddi með tólf stigum að loknum þriðja leikhlutanum og var útlit fyrir þægilegan sigur. Vísir/Bára En Höttur er ekki með lið sem gefst upp. Með vilja og eljusemi komu þeir sér aftur inn í leikinn. Þeir náðu að jafna, og komast yfir þegar skammt var eftir. Það mátti heyra saumnál detta á Hlíðarenda. Það mátti reyndar gera það allan leikinn þar sem lítið var um hávaða úr stúkunni á meðan leik stóð. Valsmenn fóru illa með sínar sóknir, Höttur varðist vel og bætti stigum á töfluna hinum megin. Þegar ein mínúta og 15 sekúndur voru eftir, þá voru gestirnir með fjögurra stiga forskot. Útlitið var dökkt fyrir heimamenn, en allra bestu liðin finna leið til að vinna svona leiki. Það gerðu Valsmenn. Kári Jónsson, sem átti erfiðan dag, fór á vítalínuna og setti niður tvö skot eftir að Ozren Pavlovic hafði sett niður erfiðan þrist. Timothy Guers hefur átt betri daga í liði Hattar, en hann tók lokaskotið og hitti ekki. Mögulega hefði verið betra ef boltinn hefði farið í hendurnar á Trotter á þeim tímapunkti. Valur er á toppnum en Hattarmenn eru um miðja deild með þrjá sigurleiki og fjóra tapleiki eftir fyrstu sjö umferðirnar. Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Þetta hefði getað dottið báðum megin, en líkt og fyrr segir þá finna allra bestu liðin leið til að vinna svona leiki. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar og þeir kunna að vinna. Það er ansi mikil sigurhefð á Hlíðarenda og undirritaður ætlar að segja að þetta ‘know-how’ hafi skilað þeim yfir línuna í erfiðum leik í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val var Pablo Bertone langbestur í fyrri hálfleiknum. Það dró aðeins af honum í seinni hálfleiknum, en þá stigu aðrir upp. Kristófer Acox og Callum Lawson voru drjúgir fyrir Valsmenn, varnarlega og sóknarlega. Hjá gestunum í Hetti var Obadiah Nelson Trotter stigahæstur með 20 stig. Hann skaut 64 prósent af vellinum - þar af sex af sjö í þristum - sem er stórkostlegt. Timothy Guers steig upp í fjórða leikhluta en þeir hefðu þurft á honum að halda mun fyrr. Gísli Þórarinn skilaði mjög góðu dagsverki af bekknum. Hvað gekk illa? Kári Jónsson átti mjög svo erfiðan dag þar sem hann var bara með fjögur stig og var hann 1/9 af vellinum. Ekki nægilega gott hjá ein öflugum leikmanni og hann er. Hann gaf samt sem áður sjö stoðsendingar og setti niður mikilvæg víti. Hjá Hetti var Matej Karlovic tveir af sjö í þristum en maður býst einhvern veginn við meiru af honum. Höttur var líka -12 þegar hann var inn á, en enginn leikmaður á vellinum var með lægra plús/mínus í þessum leik. Bæði lið þurfa að gera betur í því að halda í góða forystu sem þau byggja upp. „Hingað til hefur þetta verið gott en það er löng leið eftir” Callum Lawson var mikilvægur í liði Vals í kvöld.Vísir/Bára Callum Lawson setti niður 17 stig og var mikilvægur fyrir sitt lið á lokasprettinum í þessum sigri. „Mér líður vel, ég er feginn að við skyldum ná þessum sigri. Þetta var mjög erfiður leikur og hann tók á líkamlega,” sagði Lawson eftir leik og bætti við: ,,Þetta gefur okkur frekari reynslu og það er gott að vinna svona jafna leiki.” Hattarmenn eru nýliðar í deildinni en eru búnir að vinna þrjá leiki af sjö. Voru þeir betri en hann bjóst við? „Mér fannst við ekki vanmeta þá. Þeir eru mjög góðir og hittu úr stórum skotum. Þeir eru sterkir líkamlega og við mættum þeim ekki nægilega vel í fyrri hálfleik sérstaklega. Í seinni hálfleik vorum við aðeins betri og við náðum að lifa af.” Valsmenn voru tólf stigum yfir þegar fjórði leikhluti byrjaði en þeir misstu þá forystu niður. Hvað gerðist þar? „Það slökknaði á okkur varnarlega, en þeir gerðu mjög vel í að halda áfram og koma til baka. Þeir eru erfiðir við að eiga. Þeir spiluðu frábæran leik en það er gaman að berjast og komast í gegnum það.” Hann fór á vítalínuna undir lokin og innsiglaði sigurinn. Hvernig er að fara á vítalínuna þegar það er svona mjótt á munum? „Það var minna en sekúnda eftir á klukkunni og því var pressan ekkert mikil. Seinna á tímabilinu, í úrslitakeppninni, þá ferðu að finna fyrir pressunni. Þess vegna spilum við og það er gaman. Hingað til hefur þetta verið gott en það er löng leið eftir. Við verðum að bæta okkur og það er það sem við ætlum að gera.” „Maður tekur það út úr þessu að geta unnið án þess að þeir tveir séu að skora mikið” Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára „Ég er virkilega ánægður. Við vorum að spila á móti hörkuliði,” sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, eftir þriggja stiga sigur gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Valur er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot. Þetta var alls ekki auðveldur leikur fyrir Valsmenn. Þeir komust tólf stigum yfir fyrir fjórða leikhluta en misstu það niður og voru fjórum stigum undir þegar rúm mínúta var eftir. Íslandsmeistararnir náðu þó að landa sigrinum. „Þetta var 50/50 leikur og ég er virkilega ánægður með að klára þennan leik. Höttur spilar fast og vel. Þeir eru vel skipulagðir og eru þolinmóðir í sókninni… Þeir eiga eftir að verða betri eftir því sem líður á veturinn.” „Mér fannst við búa til ágætis færi á köflum. Það vantaði samt kannski að fá fleiri auðveldari stig; þetta var mikið af skotum fyrir utan. Það voru slæm augnablik þar sem við hefðum getað byggt upp muninn frekar en á móti koma þeir og gera vel. Trotter spilaði virkilega vel og hinir setja stóru skotin þegar það skiptir máli. Sem betur fer snerist þetta við í lokin.” Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson var ekki alveg á sínum besta degi þar sem hann skoraði bara fjögur stig og var einn af níu af vellinum. „Hann hefur oft verið betri. Það er erfitt fyrir menn að eiga alltaf einhverja stjörnuleiki. Þeir gerðu líka vel á hann. Hann klikkaði á mörgum skotum sem maður er vanur að sjá hann setja. En það er styrkur liðsins að geta stigið upp. Pablo setur bara þrjú í seinni hálfleik og hann þessi tvö víti. Maður tekur það út úr þessu að geta unnið án þess að þeir tveir séu að skora mikið.” Valur er á toppnum. Eru þeir stærstu meistarakandídatarnir eins og staðan er núna? „Nei, nei. Það er fínt að ná að klára leiki. Þetta er sama tuggan: Það skiptir ekki máli hvernig staðan er núna… við erum að vinna leiki en við erum ekkert betri en þessi lið í kringum okkur. Við verðum að vera einbeittir á það að halda áfram að bæta okkur, bæta í. Um leið og við förum að líta of stórt á okkur þá förum við beint niður í ræsið. Við eigum eftir að tapa leikjum og við eigum eftir að spila illa, en það gleður mann að spila ekki betur en þetta og vinna leikinn samt.”
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu