„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 23:01 Björgvin Páll Gústavsson var eðlilega súr og svekktur eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. „Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02