Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. janúar 2023 07:02 Dr.Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Credtinfo, segir hlutfall kynja í stjórnum stærstu fyrirtækja ekki ná 40% vegna þess að mörg fyrirtæki eru með þrjá aðila í stjórn. Eins sé það betri mælikvarði og kvikari að horfa til framkvæmdastjórnarskipta þegar þau eru og hvort kona eða karl er ráðinn í staðinn. Það muni taka mörg ár að jafna betur út hlutfallstölur kynja í æðstu stjórnendastöður stærstu fyrirtækjanna því forstjórar/framkvæmdastjórar sitja að jafnaði lengi í sínum stólum. Vísir/Vilhelm „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. „Ég velti þeirri spurningu til dæmis upp hvort það geti verið að fyrirtæki almennt skili jafnmikilli eða meiri arðsemi með minni áhættu ef framkvæmdastjóri er kona?“ Í nýlegri rannsókn Creditinfo má sjá að minni líkur eru á vanskilum fyrirtækja ef framkvæmdastjóri er kona. Þá sýna tölur einnig að kynjahlutfall stjórna fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri er 37% en ekki 40% eins og kynjakvótalög gera ráð fyrir. Í dag rýnum við í þessar niðurstöður rannsóknar Creditinfo en í gær fjallaði Atvinnulífið um stöðu kvenna í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum byggða á rannsókn þar sem rætt var við konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja. Stjórnir: Hvers vegna 37% en ekki 40%? Á þessu ári verða tíu ár frá því að kynjakvótalögin svokölluðu tóku gildi en það var þann 1.september árið 2013. Lögin voru þó samþykkt á Alþingi árið 2010 en litið til þess að fyrirtæki fengju aðlögunartíma. Í greiningu Creditinfo má sjá að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar frá um 19% árið 2011 í 37% nú, miðað við þau fyrirtæki sem lögin ná til. Að sögn Gunnars, þýðir þetta ekki endilega að við séum ekki að fylgja eftir lögunum. Skýringin á því að við erum að sjá hlutfallið undir 40% er að mörg fyrirtæki eru aðeins með þrjá stjórnarmeðlimi, og það er heimilt samkvæmt lögum að vera með tvö karlmenn og eina konu.“ Myndir þú þá segja að við værum í raun að uppfylla lögin, að það sé ekkert endilega viðmið að ná þessum 40% miðað við að fjöldi í stjórn geti verið þrír eða færri? „Almennt séð eru fyrirtæki að uppfylla lögin og til að fylgjast með framþróun þarna myndi ég frekar segja að við ættum að horfa til breytinga í stjórn því ef þar væri horft til þess að konur væru sem mest til jafns við karlmenn að taka sæti í stjórn þá myndi það á endanum skila sér í 40% hlutfallinu.“ Eigum að horfa meira á framkvæmdastjóraskipti Þegar litið er til kynjahlutfalls framkvæmdastjóra kemur í ljós að munurinn á milli karla og kvenna er enn meiri en í stjórnum. Ef áfram er horft til stærstu fyrirtækja landsins eru karlmenn 89% forstjóra en konur 11% forstjóra. Að sögn Gunnars mun alltaf taka mörg ár að sjá verulegar breytingar í hlutfalli kvenna í framkvæmdastjórastöðum meðal annars af því að starfsmannavelta í þessum stöðugildum er lítil. Þess vegna vil ég horfa meira til framkvæmdastjóraskipta því það er betri og kvikari mælikvarði að horfa til þess hvort verið sé að ráða konur til jafns við karla. En þótt við sæjum það gerast strax á morgun að ráðningar yrðu 50:50 konur og karlar, tæki það samt mörg ár að sjá miklar breytingar á meðaltalinu því almennt situr fólk lengi í þessum störfum.“ Að þessu sögðu segir Gunnar samt að miðað við tölurnar frá árinu 2010, sé þróunin því miður allt of hæg til að hægt sé að skýra það út hversu mikill munur er á kynjahlutfalli kvenna og karla í æðstu stjórnendastöðum stærstu fyrirtækjanna. „Það er sorglega lítið að frétta þegar tölur eru skoðaðar rúman áratug aftur í tímann. Því fjöldi karla og kvenna í samfélaginu er alltaf jafn mikill og feikinóg af hæfum konum þarna úti.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfall kvenna við framkvæmdastjórabreytingar. Eins og sjá má, aukast líkurnar á því að kona sé ráðin framkvæmdastjóri ef fyrrum framkvæmdastjóri hefur einnig verið kona. Hallar ekki á neitt kyn Gunnar segist hafa lesið talsvert af niðurstöðum erlendra rannsókna þar sem mælingar eru gerðar á árangri í rekstri. „Ég hef hvergi rekist á nein gögn um það að karlar séu betri í því að stjórna eða reka fyrirtæki en konur. Né heldur að ég hafi séð að konur séu betri en karlmenn. Gallinn við erlendar rannsóknir eru hins vegar sá að oftast eru það aðeins allra stærstu fyrirtækin sem eru skoðuð, í flestum tilvikum aðeins fyrirtæki sem eru skráð á markað. Þegar svo er, er hætta á því að stjórnendahópurinn sem verið er að rýna í sé orðinn fremur einsleitur óháð kyni. Auk þess sem þessum fyrirtækjum er oft stýrt af framkvæmdastjórnarteymum frekar en einum ráðandi aðila,“ segir Gunnar og bætir við: Þess vegna fannst mér svo áhugavert að sjá á niðurstöðum greiningar Creditinfo að það eru minni líkur á að fyrirtæki þar sem kona er framkvæmdastjóri, fari í alvarleg vanskil í samanburði við fyrirtæki þar sem karlmenn eru framkvæmdastjórar. Þetta vekur upp áhugaverða spurningu um það hvort eigendur fyrirtækja gætu til dæmis séð jafnmikla eða meiri arðsemi með minni áhættu ef kona er við stjórn frekar en karlmaður.“ Gunnar segir það þó ekki einfalt rannsóknarefni að ráðast í. „Þess vegna kalla ég eftir samtarfi við til dæmis háskólasamfélagið um rannsóknir því gögnin sem við búum yfir bjóða alveg upp á að hægt sé að rannsaka þetta til hlítar. Sem gæti verið mjög áhugavert fyrir atvinnulífið að vera upplýst um.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá að frá mars 2019 til mars 2020 fóru tæplega 5% íslenskra fyrirtækja undir stjórn karla í vanskil á meðan hlutfallið var 3,5% hjá fyrirtækjum reknum af konum. „Þess má geta að vanskil eru almennt að mælast lægri hjá konum en körlum sem einstaklingum. Ein möguleg skýring á þessum tölum er því að þessi lægri vanskil kvenna skili sér inn í fyrirtækjarekstur, hver svo sem grunnástæðan er. Það gæti verið mjög upplýsandi og áhugavert ef aðilar myndu sameinast um frekari rannsóknir til að reyna að einangra nákvæmlega hvaða þættir eru hér að verki. Við höfum gert þó nokkrar mælingar á þessu og sjáum til dæmis ekki að munurinn í vanskilum fyrirtækjanna liggi í tegund starfsemi þeirra eða stærð, eitthvað annað virðist vera hér að verki.“ Önnur áhugaverð niðurstaða greiningar Creditinfo er að vanskil mælast hærri hjá fyrirtækjum sem eru með einsleitar stjórnir, hvort sem stjórnin er samsett eingöngu af körlum eða konum. Þetta þýðir að hlutfall fyrirtækja sem ekki lenda í alvarlegum vanskilum er lægst hjá þeim fyrirtækjum þar sem bæði sitja karlar og konur í stjórn. Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Kauphöllin Tengdar fréttir Hundruði karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég velti þeirri spurningu til dæmis upp hvort það geti verið að fyrirtæki almennt skili jafnmikilli eða meiri arðsemi með minni áhættu ef framkvæmdastjóri er kona?“ Í nýlegri rannsókn Creditinfo má sjá að minni líkur eru á vanskilum fyrirtækja ef framkvæmdastjóri er kona. Þá sýna tölur einnig að kynjahlutfall stjórna fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri er 37% en ekki 40% eins og kynjakvótalög gera ráð fyrir. Í dag rýnum við í þessar niðurstöður rannsóknar Creditinfo en í gær fjallaði Atvinnulífið um stöðu kvenna í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum byggða á rannsókn þar sem rætt var við konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja. Stjórnir: Hvers vegna 37% en ekki 40%? Á þessu ári verða tíu ár frá því að kynjakvótalögin svokölluðu tóku gildi en það var þann 1.september árið 2013. Lögin voru þó samþykkt á Alþingi árið 2010 en litið til þess að fyrirtæki fengju aðlögunartíma. Í greiningu Creditinfo má sjá að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar frá um 19% árið 2011 í 37% nú, miðað við þau fyrirtæki sem lögin ná til. Að sögn Gunnars, þýðir þetta ekki endilega að við séum ekki að fylgja eftir lögunum. Skýringin á því að við erum að sjá hlutfallið undir 40% er að mörg fyrirtæki eru aðeins með þrjá stjórnarmeðlimi, og það er heimilt samkvæmt lögum að vera með tvö karlmenn og eina konu.“ Myndir þú þá segja að við værum í raun að uppfylla lögin, að það sé ekkert endilega viðmið að ná þessum 40% miðað við að fjöldi í stjórn geti verið þrír eða færri? „Almennt séð eru fyrirtæki að uppfylla lögin og til að fylgjast með framþróun þarna myndi ég frekar segja að við ættum að horfa til breytinga í stjórn því ef þar væri horft til þess að konur væru sem mest til jafns við karlmenn að taka sæti í stjórn þá myndi það á endanum skila sér í 40% hlutfallinu.“ Eigum að horfa meira á framkvæmdastjóraskipti Þegar litið er til kynjahlutfalls framkvæmdastjóra kemur í ljós að munurinn á milli karla og kvenna er enn meiri en í stjórnum. Ef áfram er horft til stærstu fyrirtækja landsins eru karlmenn 89% forstjóra en konur 11% forstjóra. Að sögn Gunnars mun alltaf taka mörg ár að sjá verulegar breytingar í hlutfalli kvenna í framkvæmdastjórastöðum meðal annars af því að starfsmannavelta í þessum stöðugildum er lítil. Þess vegna vil ég horfa meira til framkvæmdastjóraskipta því það er betri og kvikari mælikvarði að horfa til þess hvort verið sé að ráða konur til jafns við karla. En þótt við sæjum það gerast strax á morgun að ráðningar yrðu 50:50 konur og karlar, tæki það samt mörg ár að sjá miklar breytingar á meðaltalinu því almennt situr fólk lengi í þessum störfum.“ Að þessu sögðu segir Gunnar samt að miðað við tölurnar frá árinu 2010, sé þróunin því miður allt of hæg til að hægt sé að skýra það út hversu mikill munur er á kynjahlutfalli kvenna og karla í æðstu stjórnendastöðum stærstu fyrirtækjanna. „Það er sorglega lítið að frétta þegar tölur eru skoðaðar rúman áratug aftur í tímann. Því fjöldi karla og kvenna í samfélaginu er alltaf jafn mikill og feikinóg af hæfum konum þarna úti.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfall kvenna við framkvæmdastjórabreytingar. Eins og sjá má, aukast líkurnar á því að kona sé ráðin framkvæmdastjóri ef fyrrum framkvæmdastjóri hefur einnig verið kona. Hallar ekki á neitt kyn Gunnar segist hafa lesið talsvert af niðurstöðum erlendra rannsókna þar sem mælingar eru gerðar á árangri í rekstri. „Ég hef hvergi rekist á nein gögn um það að karlar séu betri í því að stjórna eða reka fyrirtæki en konur. Né heldur að ég hafi séð að konur séu betri en karlmenn. Gallinn við erlendar rannsóknir eru hins vegar sá að oftast eru það aðeins allra stærstu fyrirtækin sem eru skoðuð, í flestum tilvikum aðeins fyrirtæki sem eru skráð á markað. Þegar svo er, er hætta á því að stjórnendahópurinn sem verið er að rýna í sé orðinn fremur einsleitur óháð kyni. Auk þess sem þessum fyrirtækjum er oft stýrt af framkvæmdastjórnarteymum frekar en einum ráðandi aðila,“ segir Gunnar og bætir við: Þess vegna fannst mér svo áhugavert að sjá á niðurstöðum greiningar Creditinfo að það eru minni líkur á að fyrirtæki þar sem kona er framkvæmdastjóri, fari í alvarleg vanskil í samanburði við fyrirtæki þar sem karlmenn eru framkvæmdastjórar. Þetta vekur upp áhugaverða spurningu um það hvort eigendur fyrirtækja gætu til dæmis séð jafnmikla eða meiri arðsemi með minni áhættu ef kona er við stjórn frekar en karlmaður.“ Gunnar segir það þó ekki einfalt rannsóknarefni að ráðast í. „Þess vegna kalla ég eftir samtarfi við til dæmis háskólasamfélagið um rannsóknir því gögnin sem við búum yfir bjóða alveg upp á að hægt sé að rannsaka þetta til hlítar. Sem gæti verið mjög áhugavert fyrir atvinnulífið að vera upplýst um.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá að frá mars 2019 til mars 2020 fóru tæplega 5% íslenskra fyrirtækja undir stjórn karla í vanskil á meðan hlutfallið var 3,5% hjá fyrirtækjum reknum af konum. „Þess má geta að vanskil eru almennt að mælast lægri hjá konum en körlum sem einstaklingum. Ein möguleg skýring á þessum tölum er því að þessi lægri vanskil kvenna skili sér inn í fyrirtækjarekstur, hver svo sem grunnástæðan er. Það gæti verið mjög upplýsandi og áhugavert ef aðilar myndu sameinast um frekari rannsóknir til að reyna að einangra nákvæmlega hvaða þættir eru hér að verki. Við höfum gert þó nokkrar mælingar á þessu og sjáum til dæmis ekki að munurinn í vanskilum fyrirtækjanna liggi í tegund starfsemi þeirra eða stærð, eitthvað annað virðist vera hér að verki.“ Önnur áhugaverð niðurstaða greiningar Creditinfo er að vanskil mælast hærri hjá fyrirtækjum sem eru með einsleitar stjórnir, hvort sem stjórnin er samsett eingöngu af körlum eða konum. Þetta þýðir að hlutfall fyrirtækja sem ekki lenda í alvarlegum vanskilum er lægst hjá þeim fyrirtækjum þar sem bæði sitja karlar og konur í stjórn.
Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Kauphöllin Tengdar fréttir Hundruði karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Hundruði karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00
Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01