Dagný, sem er móðir, gekk í raðir West Ham í janúar 2021 en hún eignaðist sitt fyrsta barn sumarið 2018. Þessi öflugi leikmaður var hluti af viðtalsseríunni „Leikurinn minn í mínum orðum“ þar sem hún fór yfir hvernig móðurhlutverkið hefur haft áhrif á leik hennar:
„Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum, þetta bara fótbolti. Þó fótbolti sé auðvitað mjög líkamleg íþrótt þá skiptir andlega hliðin að sama skapi skuggalega miklu máli.“
Hin 31 árs gamla Dagný segir ljóst að mikið hafi breyst er kemur að barneignum kvenna síðan sumarið 2018 en hún tjáði sig á Twitter-síðu sinni eftir að Naomi Osaka, ein helsta tennisstjarna heims um þessar mundir, opinberaði að hún væri ólétt.
„Ég elska hversu mikið hefur breyst í kvennaíþróttum í gegnum árin. Þegar ég varð ólétt fyrir fimm árum síðan horfði fólk á það sem byrði á minni feril. Í dag er þetta orðið normið,“ segir Dagný.
I just love how much female sports have changed through the years! When I got pregnant 5 years ago people looked at it as a burden for my career. Now days its just the norm https://t.co/GzsQFpPd4s
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) January 12, 2023