Alves hefur nú verið fluttur í annað fangelsi af öryggisástæðum.
Alves var fluttur í smærra fangelsi sem auðveldar fangelsisyfirvöldum að tryggja öryggi Brasilíumannsins.
Brazilian soccer star Dani Alves, under investigation on a sexual assault charge, was remanded to jail on Friday by a Spanish judge, the Catalonia Higher Court of Justice press office said in a statement https://t.co/H1T7r1DcdZ
— CNN (@CNN) January 21, 2023
Yfirvöld í Katalóníu greindu fyrir flutningi knattspyrnustjörnurnar í gær. Þar kom fram að tegund glæpsins hafi ekkert með þetta að gera.
Alves var handtekinn fyrir helgi. Kona hefur sakað hann um alvarlegt kynferðisbrot á bar í Barcelona í desember.
Alves neitar sök en hann gat ekki fengið sig lausan úr varðhaldi gegn tryggingu.
A 23-year-old has made allegations against the 39-year-old.https://t.co/U5COTQwhxi
— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) January 23, 2023
Knattspyrnumaðurinn heimsþekkti var þarna nýkominn til Barcelona frá Katar þar sem hann var í heimsmeistarahópi Brasilíumanna sem duttu út í átta liða úrslitunum. Hann varð elsti leikmaður Brasilíu frá upphafi á HM, 39 ára og 210 daga.
Dani Alves er 39 ára gamall og sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 46 titla í meistaraflokki þar af 25 þeirra með Barcelona.
Alves gerði samning við mexíkóska félagið UNAM í júlí en félagið sagði upp þeim samningi eftir að Alves var handtekinn.