Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 14:43 Eins og sjá má var mikill fjöldi sem kom að aðgerðum við Glym í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52