Bayern steinlá gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann öruggan 3-0 sigur og er í raun komið með annan fótinn í undanúrslit.
Nú hefur þýski miðillinn BILD greint frá því að allt hafi verið á suðupunkti inn í klefa Bayern eftir leik. Sadio Mané og Leroy Sané höfðu rifist út á velli og héldu þær rökræður áfram inn í klefa.
Sadio Mané allegedly hit Leroy Sané in the face after an argument following Bayern s 3-0 loss to Man City, per multiple reports pic.twitter.com/lpYAYOne8z
— B/R Football (@brfootball) April 12, 2023
Endaði það svo að Mané sló þann þýska í andlitið með þeim afleiðingum að Sané hlaut sprungna vör. Ekki kemur fram hver orsök rifrildisins var né hvort leikmönnunum verði refsað.