Í dansverkinu Settu dans í vasann hafa flytjendur það markmið að deila dansgleði meðal almennings og sýna nútímadans í nýju ljósi. Gjörningurinn verður fluttur nokkrum sinnum í sumar, meðal annars í dag milli klukkan tólf og tvö.
Diljá Þorbjargardóttir, einn meðlimur hópsins, segir þær hafa gripið til þess sniðuga ráðs að tjalda á Arnarhóli til þess að tónlistarbúnaðurinn sem notaður er í verkinu lifi rigningardaginn af. Þær hafi þá uppgötvað að tjaldið slegi tvær flugur í einu höggi, væri bæði hentug geymsla og fangaði í leið aukna athygli vegfarenda.
„Við vonumst náttúrlega eftir betra veðri en hlökkum mikið til að deila dansgleðinni í sumar,“ segir Diljá.
Áhugasamir geta fylgst með hópnum á Instagram síðunni pocketfulofdance.