Í flestum tilfellum þurfa leikmenn að yfirgefa völlinn alveg búnir á því. Vöðvakrampar eru erfiðir viðureignar enda viðbrögð líkamans við miklu álagi.
Ein af nýju lausnunum er sérstakur drykkur sem kallast HotShot.
HotShot drykkurinn státar af því að stöðva alls kyns krampa í fótum, baki, mjöðm og kálfum.
Hann þykir líka bæta endurheimt og fjarlæga möguleg sárindi í fótum.
Bandaríska kvennadeildin vakti sérstaklega athygli á þessum drykk með því að birta fyndin myndbönd af tveimur nýliðum í NWSL deildinni kynnast þessum mjög svo sterka drykk í fyrsta sinn.
HotShot took no prisoners in the NWSL over the weekend
— Just Women s Sports (@justwsports) June 26, 2023
(h/t @swandusik)
pic.twitter.com/w4yjXhNpP6
Leikmennirnir eru Alyssa Thompson hjá Angel City og Michelle Cooper hjá Kansas City Current. NWSL sýndi samab myndband af þeim báðum fá HotShot drykkinn frá sjúkraþjálfara sínum. Það má sjá þetta hér fyrir ofan.
Michelle gerði grín að öllu saman að sagðist hafa látið Alyssu vita af hversu mikið áfall var að drekka þennan sterka drykk á svona stundu.
HotShot drykkurinn er mjög sterkur og greinilega ekki góður á bragðið.
HotShot bragðið yfirtekur öll taugaboð í munni og koki. Á innan við þrjátíu sekúndum þá hjálpa þessar örvuðu taugar við að láta líkmann hætt að krampanum og senda í stað róandi taugaboð í staðinn.
Safe to say we won t be seeing Alyssa Thompson on @hotonesgameshow anytime soon #USWNT pic.twitter.com/sI0BYMl5qd
— TOGETHXR (@togethxr) June 27, 2023