Heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst á morgun og tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað út sigurlíkur liðanna á mótinu.
Það er óhætt að segja að bandarísku stelpurnar langsigurstranglegastar. Það eru taldar vera 21.65 prósent líkur á því að þær verji titilinn.
Eina liðið sem kemst næst þeim eru Evrópumeistarar Englendinga en taldar eru 16,87 prósent líkur á því að heimsmeistaratitilinn komi heim með þeim.
Spænska liðið er síðan í þriðja sæti með 11,33 prósent líkur en allar aðrar þjóðir hafa minna en tíu prósent sigurlíkur í keppninni.
Næstu þjóðir eru síðan Þýskaland, Frakkland, Ástralía, Svíþjóð, Holland og Brasilía.
Það er mikill munur á sigurlíkum gestgjafanna en á meðan Ástralar eru með 5,88 prósent sigurlíkur þá eru Nýsjálendingar aðeins með 0,70 prósent sigurlíkur.
Norðmenn hafa aðeins hærri sigurlíkur (2,14 prósent) en Danir (1,45 prósent).
Íslandsbanarnir í Portúgal eru í tuttugasta sæti með 0,42 prósent sigurlíkur.
Ein þjóð af 32 er með núll prósent sigurlíkur en það er Panama en næði Filippseyjar og Víetnam státa af 0,01 prósent sigurlíkum.
Heimsmeistarakeppnin hefst á morgun með leikjum gestgjafanna. Fyrst taka Nýsjálendingar á móti Noregi og svo mæta Ástralar liði Íra.