Vingegaard vann Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, annað árið í röð og er stærsta íþróttastjarna Dana í dag. Það er því von á miklu fjölmenni í miðborg Kaupmannahafnar í dag.
Vingegaard sýndi mikinn styrk í keppninni en þar hjólaði hann 3404 kílómetra á þremur vikum og vann með sannfærandi hætti. Hann kláraði keppnina á sunnudaginn en þurfti að stoppa í Hollandi á leiðinni heim til Danmerkur. Í gær var síðan móttaka með styrktaraðilum í Hollandi.
Í dag er aftur komið á því að Danir fái að sýna ást sína og aðdáun á besta hjólreiðamanni heims. Fjörið hefst á hádegi að dönskum tíma og stendur yfir fram yfir kaffitíma.
Vingegaard kvartaði ekki mikið yfir þreytu eftir keppnina en hann kvartar aðeins yfir því að þurfa að gang í gegnum ærslaganginn og athyglina sem bíður hans í dag.
„Ég hef alltaf sagt að ég gæti vel hjólað í eina viku í viðbót en þetta er kannski mest þreytandi við þetta,“ sagði Jonas Vingegaard í einu af mörgum viðtölum sem hann hefur farið í eftir sigurinn.
„Ég þurft að eyða mikill orku í þetta en þetta hluti af þessu og af því að þú vannst þá er þetta bara af hinu góða, sagði Vingegaard við TV 2 Sport,“ sagði Vingegaard.
Það var rosaleg stemning þegar Vingegaard vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra og það má búast við því að margir vilji líka bera hetjuna sína augum í dag. Fögnuðurinn, ræðurnar og allt annað verður síðan að sjálfsögðu sýnt beint í danska sjónvarpinu fyrir þá Dani sem komast ekki til Kaupmannahafnar í dag.