Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 12:40 Þessi sjö voru kjörin í stjórn Íslandsbanka. vísir Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar. Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22