„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2023 19:30 Vísir/Arnar Halldórsson FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“ FH Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“
FH Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira