Sjokkeraðir eftir sturlað sigurmark: „Það fallegasta í sögu Noregs“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 12:30 Moumbagna fagnar og fyrirliðinn Brede Moe trúir vart sínum eigin augum. Skjáskot/Samsett Fótboltaheimurinn á Noregi fór á hliðina í gærkvöld eftir ótrúlegt mark kamerúnska framherjans Faris Moumbagna sem tryggði Bodö/Glimt sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér. Norski boltinn Noregur Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira
Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér.
Norski boltinn Noregur Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti