„Algjör kúvending“ bara á þessu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2023 21:25 Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Vísir/Einar Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu. Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20