Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 07:58 Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður með að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. „Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
„Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira