Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2023 08:00 Gunnar Nelson og Stefán Fannar í Mjölni Vísir/Sigurjón Ólason Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“ MMA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“
MMA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira