Ungverjaland lagði Króatíu með eins marks mun í leik sem skar úr um hvor þjóðin myndi enda í 3. sæti milliriðils I, lokatölur 23-22. Katrin Klujber var markahæst í liði Ungverjalands með 9 mörk.
Fyrr í dag vann Senegal tveggja marka sigur á Kamerún, lokatölur 22-20.
Lokastaða milliriðils I er því þannig að Svíþjóð flýgur inn í 8-liða úrslitin ásamt Svartfjallalandi en þjóðirnar mætast síðar í kvöld. Ungverjaland er í 3. sæti, þar á eftir koam Króatía, Senegal og Kamerún.
Rúmenía vann Pólland einnig með einu marki, lokatölur 27-26. Eliza-Iulia Buceschi var markahæst í liði Rúmeníu með 11 mörk.
Fyrr í dag vann Japan tveggja marka sigur á Serbíu, lokatölur 22-20. Þá mætast Þýskaland og Danmörk í lokaleik riðilsins í kvöld en bæði eru komin í 8-liða úrslit.
Staðan í riðlinum er svo sem stendur; Þýskaland er á toppnum, þar á eftir kemur Danmörk, Rúmenía, Japan, Pólland og Serbía.