Leikmenn misstu meðvitund í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 07:31 Leikmenn Gambíu sést hér saman í flugvél eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum sambandsins. @TheGambiaFF Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug. Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti