Sigurinn þýðir að Ísland er með 3 stig að loknum tveimur umferðum og mætir Ungverjalandi á þriðjudag í leik sem sker að öllum líkindum hvor þjóðin vinnur riðilinn.

















Ísland vann hádramatískan eins marks sigur á Svartfjallalandi á EM karla í handknattleik í gær, sunnudag. Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á leiknum.
Sigurinn þýðir að Ísland er með 3 stig að loknum tveimur umferðum og mætir Ungverjalandi á þriðjudag í leik sem sker að öllum líkindum hvor þjóðin vinnur riðilinn.
Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Svartfjallaland, 31-30, í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi.
Annan leikinn í röð slapp íslenska karlalandsliðið í handbolta með skrekkinn þegar það vann Svartfjallaland, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í dag.