Sigmar spurði strákana hvort hann mætti kalla þá drengi og vildi reyna kynnast þeirra lífsstíl betur, hvernig þeir skilgreindu sig.
Bassi Baraj sagði eftir matarboðið: „Ég held að Simmi hafi verið að spyrja hvort við værum strákur eða stelpa.“
En matarboðið gekk eins og í sögu og fór Patti eitt sinn upp á borðstofuborðið og dansaði, slík var stemningin. Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Æði.
Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, er gestur Dóru Júlíu í Einkalífinu á Vísi í dag. Þar ræðir hann svokallaða míní-hjáveitu sem hann fór í. Um er að ræða magaminnkandi aðgerð. Hann segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu.