Leikur kvöldsins fór fram í Pesaro á Ítalíu og var hnífjafn í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 24-24. Í öðrum leikhluta stigu heimamenn á bensíngjöfina á meðan sóknarleikur gestanna var hvergi sjáanlegur, staðan í hálfleik 50-39.
Tyrkjum gegn illa að ögra forystu heimamanna og var það ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem þeir náðu einhverju áhlaupi. Það var hins vegar of lítið, of seint og Ítalía vann sjö stiga sigur á endanum. Lokatölur í Pesaro 87-80. Það eru því Ísland og Ítalía sem byrja undankeppnina á sigri á meðan Tyrkland og Ungverjaland eru án stiga.
An inspirational @NikMelli ignites @Italbasket to an opening victory over @TBF
— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) February 22, 2024
Read all about this #EuroBasket Qualifiers battle below.
Nicolo Melli var stigahæstur hjá Ítalíu með 17 stig, jafnframt tók hann 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Tarik Biberovic var stigahæstur hjá gestunum með 27 stig.