„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 22:04 Pétur Ingvarsson virtist ekki ná að miðla sínum áherslum til sinna manna í kvöld Vísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira
Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira