Þeir spiluðu báðir á fimm höggum undir pari í gær en Svíinn Ludvig Åberg er svo höggi á eftir þeim.
Pinehurst-völlurinn í Norður-Karólína reyndist bestu kylfingum heims afar erfiður og flestir lentu í miklum vandræðum.
Flestir spáðu Scottie Scheffler sigri á mótinu en hann lenti í vandræðum eins og allir hinir. Scheffler kláraði hringinn á einu höggi yfir pari eða sex höggum á eftir efstu mönnum.
Tiger Woods fór með fyrstu mönnum út í gær og endaði á fjórum höggum yfir pari. Norðmaðurinn Viktor Hovland var svo í alvöru vandræðum og kom í hús á átta höggum yfir pari.
Annar hringur hefst núna klukkan 10.30 og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.