Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2024 15:38 Stefán er ósáttur. Hann segist hafa látið Lúther hjá Sportbátum hafa bátinn í febrúar í umboðssölu á síðasta ári en síðan hafi hann varla heyrt Lúter né séð og því síður bátinn sem hann nú auglýsir eftir. vísir/Tryggvi/Facebook Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum. En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira