Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga á Landspítala segir of algengt að umkvörtunum og ábendingum sjúklinga sé ekki nógu vel tekið í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að venja sig á að hlusta á skjólstæðinga sína og leyfa þeim að taka þátt í allri ákvörðunartöku um meðferð. Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32
Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45
Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34