„Draumur frá því ég var lítill“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 12:33 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti