Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2024 12:18 Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að biðji forsætisráðherra lausnar sé regla að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. Vísir Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira