Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni barst tilkynning um bilunina klukkan 09:44 í morgun. Tæp klukkustund leið þar til umferð fór að ganga á nýjan leik.


Löng bílaröð myndaðist við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun vegna bilaðrar rútu inni í göngunum. Opnað var fyrir umferð upp úr klukkan hálf ellefu.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni barst tilkynning um bilunina klukkan 09:44 í morgun. Tæp klukkustund leið þar til umferð fór að ganga á nýjan leik.