Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks.
Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring.
Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja.
Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur.
Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹
— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024
L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅
La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE
Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus.
Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum.
Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4
Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig.
Fréttin hefur verið uppfærð.