Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Róbert Orri Þorkelsson virtist varla trúa eigin augum eftir sjálfsmarkið. Skjáskot/TV2 Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. „Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni. Norski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira
„Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni.
Norski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira