Gengi Oculis hefur verið á miklu flugi undanfarið, sér í lagi eftir að tilkynnt var um jákvæðar niðurstöður rannsóknar á lyfi félagsins við sjóntaugabólgu þann 6. janúar.
Í lok dags 23. apríl, þegar félagið var skráð á markað hér á landi, stóð gengi bréfa í félaginu í 1.690 krónum. Gengið fór í dag í fyrsta skipti upp fyrir 3.000 krónur á hlut og endaði í 3.300 krónum. Það gerir hækkun upp á 95,27 prósent á innan við níu mánuðum.
Gengi bréfa í Eimskip hækkaði næst mest, um 1,91 prósent í viðskiptum upp á 121 milljón króna. Icelandair leiddi lækkanir en verð bréfa í félaginu lækkaði um 3,99 prósent í 149 milljóna króna viðskiptum.