Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:22 Snorri Steinn Guðjónsson sést hér einbeittur fyrir leik Íslands og Egyptalands á dögunum. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld. Það eru liðin fjórtán ár síðan Ísland vann fimm leiki í röð á HM í fyrsta og eina skiptið. Því náði íslenska liðið með því að vinna fimm fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011. Leikurinn í kvöld er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Króatíu sem eru á heimavelli. Það verður því mjög erfitt fyrir íslenska liðið að halda áfram sigurgöngu sinni. Það eru reyndar fleiri met í boði fyrir Snorra Stein Guðjónsson og strákana í Zagreb í kvöld. Snorri Steinn hefur nefnilega stýrt íslenska liðinu til sigurs á sex leikjum í röð á stórmóti því íslensku strákarnir unnu einnig tvo síðustu leiki sína á EM í fyrra. Ísland endaði EM með því að vinna Króatíu og Austurríki en það dugði þó ekki liðinu til að komast upp úr milliriðlinum. Sex sigurleikir í röð á stórmótum er metjöfnun. Guðmundur Guðmundsson náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í sex leikjum í röð frá 2010 til 2012. Sá fyrsti var bronsleikurinn á móti Póllandi á EM í Austurríki 2010 og hinir fimm voru á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur er hingað til eini þjálfarinn sem hefur stýrt íslenska landsliðinu til sigurs á fimm leikjum í röð á einu stórmóti en því náði hann tvisvar. Fyrst á HM í Svíþjóð 2011 og svo aftur á Ólympíuleikunum í London 2012. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki íslenska landsliðsins í röð á stórmóti. Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Það eru liðin fjórtán ár síðan Ísland vann fimm leiki í röð á HM í fyrsta og eina skiptið. Því náði íslenska liðið með því að vinna fimm fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011. Leikurinn í kvöld er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Króatíu sem eru á heimavelli. Það verður því mjög erfitt fyrir íslenska liðið að halda áfram sigurgöngu sinni. Það eru reyndar fleiri met í boði fyrir Snorra Stein Guðjónsson og strákana í Zagreb í kvöld. Snorri Steinn hefur nefnilega stýrt íslenska liðinu til sigurs á sex leikjum í röð á stórmóti því íslensku strákarnir unnu einnig tvo síðustu leiki sína á EM í fyrra. Ísland endaði EM með því að vinna Króatíu og Austurríki en það dugði þó ekki liðinu til að komast upp úr milliriðlinum. Sex sigurleikir í röð á stórmótum er metjöfnun. Guðmundur Guðmundsson náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í sex leikjum í röð frá 2010 til 2012. Sá fyrsti var bronsleikurinn á móti Póllandi á EM í Austurríki 2010 og hinir fimm voru á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur er hingað til eini þjálfarinn sem hefur stýrt íslenska landsliðinu til sigurs á fimm leikjum í röð á einu stórmóti en því náði hann tvisvar. Fyrst á HM í Svíþjóð 2011 og svo aftur á Ólympíuleikunum í London 2012. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki íslenska landsliðsins í röð á stórmóti. Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson)
Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira