Viðskipti innlent

„Minnstu loðnu­ver­tíð sögunnar að ljúka“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Loðnuveiðar með Beiti NK árið 2021. Myndin er úr safni.
Loðnuveiðar með Beiti NK árið 2021. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón

„Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag.

Í tilkynningunni er bent á að Vinnslustöðin, sem og Huginn, hafi fengið 546 tonna kvóta af þeim 4435 tonnum sem ráðherra gaf leyfið fyrir.

„Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er hann kærkominn þar sem ekki var gefinn út neinn loðnukvóti í fyrra.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Halldór B. Halldórsson tók við Jón Atla Gunnarsson skipstjóra ferðarinnar fyrir Vinnslustöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×