Bæði vonbrigði og léttir Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að nú verði vinaþjóðir að standa saman. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“ Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“
Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira