

Hollywood
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi
„Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman.

Kate Beckinsale lætur tröllin heyra það
Kate Beckinsale hefur látið netverja heyra það eftir að margir rituðu ummæli undir nýjustu færslur hennar á samfélagsmiðlinum Instagram og lýstu yfir áhyggjum af því að hún væri orðin of mjó. Beckinsale segir síðastliðið ár hafa verið eitt það erfiðasta í hennar lífi vegna áfalla í persónulega lífinu og vegna veikinda.

Springsteen aflýsir nokkrum tónleikum af heilsufarsástæðum
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu eftir að læknar vöruðu hann við því að það gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu hans.

Anora hlaut Gullpálmann í ár
Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Tónleikum Nicki Minaj aflýst vegna fíkniefnahandtöku
Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón
Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári.

Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun
Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni.

Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy
„Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð.

Svaraði engu um Affleck
Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Sást með hringinn en eiginkonan enn víðsfjarri
Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum.

Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu
Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið.

Kanna hvar Perry fékk ketamínið
Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans.

Clooney mælti með handtöku Netanyahu
Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna.

OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson
Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson.

Hafa ekki sést saman í sjö vikur
Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað.

Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð
Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður.

Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi
„Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur.

Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes
Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar.

Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd
Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku.

Ráðist á Steve Buscemi og hann fluttur á sjúkrahús
Leikarinn Steve Buscemi varð fyrir fólskulegri árás í New York í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur í kjölfarið á sjúkrahús en virðist hafa komist hjá alvarlegum meiðslum.

Leikkonan sem lék fyrsta fórnarlambið í Ókindinni er látin
Bandaríska sundkonan og leikkonan Susan Backlinie er látin, 77 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk konunnar sem var fyrst til að deyja af völdum hákarlsins skæða í kvikmyndinni Ókindinni, eða Jaws, frá árinu 1975.

Meistari B-kvikmyndanna látinn
Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri.

Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon
Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó.

Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns
Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli.

Bieber-hjónin eiga von á barni
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber og eiginkona hans Hailey Bieber eiga von á barni.

Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld
Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021.

Hin raunverulega Martha opnar sig hjá Piers Morgan
Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar.

Grease-stjarnan Susan Buckner látin
Leikkonan Susan Buckner, sem er þekktust fyrir að hafa leikið vinkonuna Patty Simcox í söngleikjamyndinni Grease er látin, 72 ára að aldri.

Skotárás við heimili Drake
Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur.

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala
Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt.