

🌹❤️👠💋💄🍒💔
Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er.
Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna.
Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgönguna. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið bæði viði verðandi og nýbakaðar mæður. Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu.
Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda).
Í síðustu viku var spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi.
Stór hluti fólks hefur ákveðnar fantasíur í kynlífi. Sumir kjósa að halda fantasíum sem fantasíum meðan aðrir vilja upplifa þær. Spurning vikunnar varðar kynlíf og fantasíuna að stunda kynlíf með tveimur aðilum í einu. (eða fleiri)
Þegar við byrjum að hitta manneskju og verðum hrifin er ekki alltaf auðvelt að greina á milli ástar og losta. En hver eru merki þess að sambandið sem þú ert að byrja sé losti en ekki ást?
Fyrir ekki svo mörgum árum voru fyrstu kynni manns af manneskju yfirleitt alltaf augliti til auglitis. Við sáum fólk í fyrsta skipti nákvæmlega eins og það var þann daginn. Í dag stjórnum við því yfirleitt hvernig fólk sér okkur í fyrsta skipti. Eða réttara sagt hvernig það upplifir okkur í fyrsta skipti. Í gegnum skjáinn á símanum sínum.
Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis geðheilsustöð. Makamál höfðu samband við Áslaugu og fengu að forvitnast um hvað svokölluð kynlífsröskun er og hvernig er hægt að meðhöndla hana.
Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Snorri er Einhleypa Makamála þessa vikuna.
Daddi "Disco" Guðbergsson er sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi og diskótekari sem jafnframt sinnir hlutverki gestgjafa í ævintýraferðum erlendis. Makamál tóku tal af Dadda og spurðu hann um ástina og lífið en svörin eru í formi lagatitla.
Sigríður Elva fjölmiðlakona hefur komið víða við. Síðast sá hún um Bítið á Bylgjunni í sumar með Einari Bárðarsyni. Makamál tóku létt spjall við Sigríði Elvu á Facebook þar sem hún svaraði spurningum einungis með emojis (táknmyndum).
Hafþór Ingi Ingimarsson er 22 ára Hafnfirðingur sem starfar hjá Joe & the Juice á Íslandi. Hafþór hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og öllu sem honum fylgir en hann stundar crossfit hjá XY. Makamál fengu að heyra hver tíu Bone-orðin hans Hafþórs eru.
Sólhrafn er 24 ára transmaður og virkur þáttakandi í BDSM senunni á Íslandi. Makamál hittu Hrafn og spjölluðu við hann um BDSM félagið, ástina, kynlíf og hvernig það er að vera trans í íslensku samfélagi.
Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Hvaða breytur ætli það séu sem hafa áhrif á gengi okkar sem einhleypir einstaklingar?
Nú er vika liðin frá Versló og eflaust margir enn að ilja sér við góðar minningar um stundir undir berum himni í íslenskri náttúru. Að vera einhleypur og fara á útihátíð getur verið spennandi tilfinning og alltaf eru það einhverjir sem finna ástina.
Eins og flestir hafa upplifað þá hefur síma og tölvunotkun farið sívaxandi síðustu ár. Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn. En hversu mikið vandamál getur þetta skapað í samböndum?
Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk.
Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru.
Antoine Hrannar Fons er 35 ára leiklistamenntaður flugþjónn. Antoine byrjaði að vinna hjá Icelandair árið 2014 og segir hann starfið vera ennþá jafn skemmtilegt og gefandi eins og þegar hann byrjaði.
Makamál gerðu nýverið könnun þar sem sóst var eftir áliti og skoðunum fólks á því hvor aðilinn ætti að bera upp bónorðið í gagnkynhneigðum samböndum. Svarmöguleikarnir voru: karlinn, konan og eða skiptir ekki máli. Niðurstaðan var sú að yfir 60% fólks sagði það ekki skipta máli hvor aðilinn það væri. En er hefðin búin að breytast í takt við breytt hugarfar?
Nú er ein af stærstu ferðahelgum ársins liðin og all flestir sem sóttu útihátíðir á landsbyggðinni komnir heim þreyttir og vonandi hamingjusamir með helgina. En voru einhverjir sem fundu ástina um Versló?
Eva Lind Rútsdóttir er 33 ára fatahönnuður og hársnyrtir. Eva er þessa dagana að vinna sjálfstætt við búningagerð í kvikmyndum, sjónvarpsseríum og auglýsingum. Makamál fengu að heyra tíu Bone-orðin hennar Evu.
Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og mikil eftivænting í brjóstum margra fyrir mögulegum ástarfundum eða ævintýrum næstu daga. Þegar vín er haft við hönd geta mörk fólks verið stundum óljós og því miður lenda sumir í ógöngum. Hvernig getum við komið í veg fyrir óviðeigandi samskipti, áreiti eða ofbeldi þegar kemur að samskiptum eða skyndikynnum?
Berglaug Petra er 26 ára ljósmyndari auk þess sem hún er starfsmaður í félagsmiðstöð. Hún segist elska bæði störfin sín. Makamál fengu að heyra í Berglaugu og spyrja hana um ljósmyndunina, næturlífið og hvernig það er að vera einhleyp og ung í Reykjavík.
Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára, sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega.
Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal.
Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna.
Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst.
Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni.