

Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.
Ný stjórn Samtaka skapandi greina var kosin á aðalfundi samtakanna í Grósku 7. september síðastliðinn. Hana skipa Auður Jörundsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Birna Hafstein, Sigtryggur Baldursson og Halla Helgadóttir, sem var kosin formaður stjórnar.
„Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“ segir listakonan Sunneva Ása Weisshappel á Facebook síðu sinni.
Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.
Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.
Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.
Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova vekur alltaf athygli þar sem hún kemur og allt hennar umhverfi er töfrum líkast. Kjuregej er listakona, söngkona og leikkona.
Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.
Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.
Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað.
Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.
Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina.
Tara Tjörvadóttir hefur hannað ný plaköt fyrir Kraft, til þess að minna fólk á að staldra við í núinu. Plakötin eru seld sem fjáröflun fyrir félagið.
Listakonan Rakel Tomas opnar sýninguna Hvar ertu? næsta föstudag á vinnustofu sinni og sýningarrými á Grettisgötu 3. Til sýnis verða um tuttugu ný verk sem Rakel segir hafa farið í allt aðra átt en hún átti von á við upphaf ferlisins.
Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag.
Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald.
Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður.
Björk Guðmundsdóttir hvatti fylgjendur sína á Twitter til að leggja söfnun myndlistarkonunnar Hrafnhildar Arnardóttur, betur þekktri sem Shoplifter, lið. Síðan Björk birti færsluna í gær hefur söfnunin náð hundrað þúsund dollara markmiði sínu.
Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk.
Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.
Málverk listamannsins Þrándar Þórarinssonar, sem hefur vakið talsverða athygli, seldist á uppboði fyrir heila milljón króna.
Listamaðurinn Þrándur Þórarinsson sér fyrir sér að hærri tilboð líti dagsins ljós á lokametrum uppboðsins.
Þrándur Þórarinsson listmálari segist sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkru verka sinna og því af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.
Málverk eftir Pablo Picasso, sem kom í leitirnar á dögunum níu árum eftir að því var stolið af Listasafni Grikklands í Aþenu, féll í gólfið á blaðamannafundi grísku lögreglunnar þegar verið var að greina frá nýjustu tíðindum af rannsókn málsins.
Lögregla í Grikklandi hefur haft uppi á málverki eftir spænska listmálarann Pablo Picasso sem stolið var af listasafni í höfuðborginni Aþenu fyrir um tíu árum síðan.
Listval, nýtt sýningarrými opnar á Hólmaslóð 6, laugardaginn 26. júní milli 16 og18 en það eru þær Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf sem standa á bakvið Listval.
Sigurður Sævar Magnússon er myndlistarmaður og listaverkasafnari sem hlotið hefur mikla athygli fyrir bæði listaverk sín og framkomu. Þessi ungi maður er annálaður fagurkeri sem hefur komið sér upp veglegu safni verka eftir bæði núlifandi listamenn og eldri meistara listasögunnar.
Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt.