

Norðlenska hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur.
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu.
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.
Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar.
Páll M. Skúlason hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum.
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál.
Fimmtán ára strákur í Reykjanesbæ, Benedikt Máni Möller Birgisson er mjög klár í að skera út allskonar fígúrur úr birki og ösp. Hann er sjálfmenntaður í faginu.
Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum.
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband.
Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins.
Á næstu árum verður reynt að breyta og bæta landsvæði nærri Selá við Vopnafjörð. Ráðist verður í nýskógrækt og endurheimt gróðurfars. Verkefnið er hluti af verkefni Jim Ratcliffes við verndun laxastofnsins á svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum.
Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum til að græða upp birkiskóga og auka kolefnisbindingu. Heppinn fræsafnari vinnur fjölskylduferð fyrir fjóra á Hótel Húsafell, með gistingu, þriggja rétta máltíð, morgunverði og aðgangi að sundlaug.
Ellefu konur og tíu karlar útskrifuðust úr árlegu sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarhópurinn er sá fjölmennasti til þessa.
Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum, þar sem allir eru hvattir til að taka þátt og láta þannig gott af sér leiða.
Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár.
Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós.
Daglegt umhverfi þarf að vera þannig að gróður og náttúra fléttist inn í það. Græn svæði eru eins og bólusetning fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.
Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda.
Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið.
Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess.
Véla- og tækjaverslunin Vallarbraut ehf flytur inn dráttarvélar, mótorhjól, landbúnaðartæki, kerrur og vagna. Litlar 26 hestafla dráttarvélar njóta mikilla vinsælda og segir Jón Valur, framkvæmdastjóri Vallarbrautar, marga vilja eiga eina slíka í skúrnum.
Konan er ekki eigandi trésins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af henni síðdegis í gær.
Síðustu daga hefur snjóað asparfræjum frá Alaskaösp víða á höfuðborgarsvæðinu. Fræin sem líkjast helst bómullarhnoðrum eða snjóflygsum svífa um í leit að heppilegum jarðvegi til að festa rætur í.
"Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps.
Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré.
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerð stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi.
Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis.
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna?