Belgía

Hestur losnaði í íslenskri flugvél og kom öllu í uppnám
Flugvél Air Atlanta Icelandic þurfti að snúa við í loftinu þegar að hestur, sem verið var að flytja í lest vélarinnar losnaði og olli vandræðum.

Dauðsföll af völdum stormsins Ciarán
Að minnsta kosti 13 dauðsföll eru rakin síðustu daga til stormsins Ciarán sem gengið hefur yfir Vestur-Evrópu.

Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis
Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara.

Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar
Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu.

Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn
Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis.

Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu
Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun.

Árásarmannsins enn leitað
Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Tveir látnir eftir skotárás í Brussel
Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað.

„Tími til kominn að njóta lífsins og fá sér nokkra bjóra“
Eden Hazard virðist vera að íhuga að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hazard er félagslaus sem stendur og í heimildamynd um belgíska landsliðið er hann greinilega farinn að hugsa um framtíðina án fótboltans.

Eden Hazard að leggja skóna á hilluna?
Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Real Madrid hefur gefið það sterklega í skyn að hann ætli sér að hætta í fótbolta. Hazard var leystur undan samningi sínum við Real Madrid í sumar og hefur ekki samið við neitt annað lið. Í stiklu fyrir heimildaþætti um belgíska landsliðið lét leikmaðurinn þau orð falla að nú væri „kominn tími til að njóta lífsins og drekka nokkra bjóra.“

Velur fæðinguna fram yfir hjólreiðarnar
Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.

Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi
Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi.

Varð við bón aðdáanda og kýldi hann
Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly kýldi aðdáanda sinn í andlitið á tónleikum á dögunum er hann var í miðju lagi. Það var þó ekki illa meint þar sem aðdáandinn bað hann um að kýla sig og var virkilega sáttur eftir höggið.

Lukaku og Megan Thee Stallion hönd í hönd í brúðkaupi
Fótboltastjarnan Romelu Lukaku og rapparinn Megan Thee Stallion gætu verið nýtt ofurpar. Þau sáust haldast í hendur og sitja við hlið hvors annars brúðkaupi argentínska landsliðsmannsins Lautaro Martinez.

Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“
Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland.

Dó líknardauða sextán árum eftir að hafa myrt fimm börn sín
Belgísk kona, sem myrti fimm börn sín árið 2007, hefur dáið líknardauða, sextán árum eftir að hún banaði fimm börnum sínum.

Ekki orðinn fertugur og tekur við belgíska landsliðinu
Belgar hafa fundið sér nýjan landsliðsþjálfara og sá er ekki mikið eldri en elstu stjörnur belgíska landsliðsins.

Þrír letibirnir frusu í hel á belgískum flugvelli
Þrír letibirnir frusu í hel eftir að þeir voru skildir eftir í flugvél á flugvellinum í Liège í Belgíu um helgina 21. og 22. janúar síðastliðinn.

Mútumál skekur Evrópuþingið: Heitir því að engum verði hlíft
Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, segir árás hafa verið gerða á lýðræðið í Evrópu. Það er í kjölfar þess að einn varaforseta Evrópuþingsins, og þrír aðrir voru handteknir og hafa verið sakaðir um að þiggja mútur frá yfirvöldum í Katar.

Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu
Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu.

Hazard hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin í Katar
Eden Hazard er hættur í belgíska landsliðinu sem komst ekki upp úr sínum riðli á heimsmeistaramótinu í Katar.

Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar
Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu.

Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni
Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu.

Belgíski ráðherrann mætti með fyrirliðabandið og lét forseta FIFA heyra það
Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins virtist fá orð í eyra í heiðursstúkunni á leik Beglíu og Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Tilraun til vitundavakningar endaði með fangelsisdómi
Tveir menn hafa nú verið dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir tilraun sína til þess að skemma málverkið „Stúlkan með perlueyrnalokkinn“ eftir Vermeer í nafni aðgerða í umhverfismálum.

Rottur þjálfaðar til þess að bjarga fólki eftir jarðskjálfta
Verið er að þjálfa rottur til þess að finna fólk sem festist í rústum eftir jarðskjálfta. Rotturnar eru þá látnar bera lítinn bakpoka sem dugi meðal annars sem einskonar staðsetningartæki.

Courtois markvörður ársins | Gavi besti ungi leikmaðurinn
Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki.

Ætluðu sér að ræna dómsmálaráðherranum
Lögregla í Hollandi hefur handtekið fjóra vegna gruns um að hafa haft í hyggju að ræna belgíska dómsmálaráðherranum Vincent Van Quickenborne.

Verið án félags í þrjá mánuði en valinn í næstbesta landslið heims
Varnarmaðurinn Jason Denayer er í landsliðshópi Belgíu fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni þrátt fyrir að hafa verið án félagsliðs í þrjá mánuði. Belgía er í öðru sæti á heimslista FIFA.

Hlíf af mótor flugvélar Atlanta lenti í innkeyrslu í Belgíu
Hlíf féll af mótor flugvélar frá flugfélaginu Atlanta ehf. sem var á leið frá Liége í Belgíu til Möltu síðastliðinn fimmtudag. Hlífin lenti í innkeyrslu við íbúðarhúsnæði í Waremme í Belgíu.