
Garðabær

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta
Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga
Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar.

Óður til rafhjólsins
Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“.

Hafa áhyggjur af illa nærðum ungmennum
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum lýsti áhyggjum sínum af föstum og næringu ungmenna í bakþönkum Fréttablaðsins í gær. Í samtali við fréttastofu segir hún mikilvægt að passa venjur barna en það henti þeim illa að vera fastandi. Skólastjórnendur Garðaskóla í Garðabæ segja skólahjúkrunarfræðing hafa tekið eftir slæmum venjum nemenda í reglubundnum skimunum hjá 9. bekk. Þau biðla til foreldra að fylgjast með næringu barna sinna.

Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans
Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests.

Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur.

Brennuvargar beðnir um að finna sér annað áhugamál
IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi.

Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni
Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið.

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið
Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Vífilsstaðir og óheilindi ráðamanna
Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er.

Vinnuskúr alelda í Urriðaholti
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun
Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar.

Allur ágóði fyrsta heimaleiks Álftaness rennur óskertur til Ljóssins
Körfuknattleiksdeild Álftaness og Ljósið hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins.

Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

Kannabisfnykur kom upp um ræktanda
Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fjarlægðu skriðdýr af vettvangi fíkniefnasölu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi
Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Kom börnunum út og selur nú höllina á Arnarnesi
Ein vinsælasta eignin á Fasteignavef Vísis þessa vikuna er einbýlishús að Haukanesi 5 á Arnarnesinu. Húsið er 356,4 fermetrar og óskað er eftir tilboðum.

Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Engin tilboð bárust í Vífilsstaði
Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.

Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur.

Forsetahlaupið vakti mikla lukku
Forsetahlaup UMFÍ var haldið í fyrsta sinn með pompi og prakt á Álftanesi í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hljóp í báðum hlaupunum sem stóðu þátttakendum til boða og veitti verðlaun að þeim loknum. UMFÍ vonast með hlaupinu til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira í góðum félagsskap.

Hólmar Örn og Jóna Vestfjörð selja raðhúsið
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson og lögfræðingurinn Jóna Vestfjörð Hannesdóttir hafa sett raðhús sitt á sölu.

Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva
Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana.

Hugleiðing úr allt að því þrotabúi
Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!

Tap Strætó aldrei verið meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Við erum ekki tilbúin fyrir skólann
Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu
Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga
Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður
Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum.