Jafnréttismál

Þolendur ofbeldis gerðir að skotmarki í dómsal
Fyrirlitning, mismunun og þöggun gegn þolendum kynbundins ofbeldis lifir góðu lífi í íslensku samfélagi. Fjallað hefur verið um þennan rótgróna vanda okkar fámennu þjóðar í erlendum fjölmiðlum, sem hafa sýnt vaxandi áhuga á feminískri baráttu á Íslandi.

Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta
Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum.

Svör frá framboðum í Reykjavík varðandi kynþáttafordóma
Aðgerðarhópur gegn fordómum sendi á dögunum spurningar til allra framboða í Reykjavík og birtir hér svör þeirra. Þrjár spurningar voru sendar á flokka í framboði í borginni* og vísa þær í nýliðna atburði og viðbrögð við þeim.

Útrýmum umönnunarbilinu
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun.

Opinbert óréttlæti
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna.

Misrétti og menntun
Um útbreitt misrétti í samfélaginu okkar þarf ekki að tíunda. Afhjúparnir á kvenfyrirlitningu, rasimsa, fordómum gegn hinseginleika og fötlun eru daglegt brauð og duldari mismunun á grundvelli stéttar, aldurs, trúarbragða algeng og þar með eru þeir þættir sem mismuna fólki ekki upptaldir.

Jafnrétti – bara hálfa leið?
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta.

Við verðum að tala um kynjajafnrétti í Fjarðabyggð
Jafnrétti er mér ofarlega í huga öllum stundum. Oft er talað um Ísland sem jafnréttisparadís og við trónum m.a. á toppi Global Gender Gap (GGG) vísisins yfir þau lönd þar sem mesta kynjajafnréttið ríkir í heiminum - en þar er þó aðeins hálf sagan sögð.

Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð
UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“
Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð
Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð.

Gullvottun í jafnréttismálum og Ísland efst á lista yfir framlög til málaflokksins
Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt Íslandi gullvottun fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá OECD er Ísland efst á lista þjóða yfir framlög til jafnréttismála sem hlutfall af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Af framlögum Íslands runnu 88 prósent til verkefna sem tengjast jafnréttismálum og valdeflingu kvenna og stúlkna.

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Ísland tvöfaldar framlög til hnattræna jafnréttissjóðsins
Árlegt framlag Íslands til hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund, GEF) verður tvöfaldað með nýjum samningi sem utanríkisráðherra undirritaði á föstudag. Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks um allan heim.

Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan
Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Helmingur allra þungana án ásetnings
Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur.

Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta
Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu.

UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu
Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women).

Nánast öll afganska þjóðin býr við sult
UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn.

Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar
Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu.

Myndir: Sýnileikadagur FKA
Sýnileikadagur FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag. Gjaldkeri félagsins segir daginn hafa verið vel heppnaðan.

Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu
Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu.

Forsetafrúin fundaði með Joe og Jill Biden
Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Gjaldmiðlar kynjanna
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur.

Eliza til fundar við Jill Biden í Hvíta húsinu
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í bandarísku höfuðborginni Washington DC þar sem hún mun í dag eiga einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu.

Sjálfbær, femínísk endurreisn
Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er.

„Leghafi“ ágætt orð en Katrín ætlar ekki að hætta að segja „kona“
Tímarnir breytast og mennirnir — eða einstaklingarnir — með.

Furðar sig yfir fjarveru kvenna í viðræðum um frið
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, furðar sig á því að konur hafi ekki aðkomu að friðarviðræðum sendinefnda Rússlands og Úkraínu.

Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel
Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu
Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.