Kynferðisofbeldi

Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts
Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024.

Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar
Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum.

Samstaða hefði myndast gegn konu í umtöluðu nauðgunarmáli
23 ára gömul kona sem sýknuð var af ásökunum um rangar sakargiftir í nauðgunarmáli var greind með áfallastreituröskun eftir endurtekin viðtöl hjá sálfræðingi. Skilaboð til vinkonu þess efnis að kynlíf með stráknum hefði verið gott voru ekki nægjanleg til að sanna að hún væri sek um rangar sakargiftir. Samstaða virtist hafa myndast meðal hóps gegn konunni.

Refsing Vilhjálms þyngd fyrir að nauðga og svipta vændiskonu frelsi
Vilhjálmur Freyr Björnsson þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl 2021. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund.

Dómur fyrir nauðgun á Írskum dögum stendur
Eldin Skoko, karlmanni á 37. aldursári, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í nauðgunarmáli sem Landsréttur tók til meðferðar eftir að beiðni hans um endurupptöku var samþykkt. Eldin fékk tveggja og hálfs árs dóm í héraði og Landsrétti árið 2018 og fór úr landi þegar honum var veitt reynslulausn árið 2020.

Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast
Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016.

Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér
Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér.

Harkalegt kynlíf?
Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi.

Skömmin er gerenda
Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá.

Skýr merki um að Hamas hafi beitt konur og börn kynferðisofbeldi
Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða kynferðisofbeldi í átökum segir skýr merki um að konum og börnum í haldi Hamas-samtakanna hafi verið nauðgað og þau beitt kynferðislegum pyntingum.

Fjárkúgun erlendra glæpahópa á íslenskum drengjum eins og útgerð
Lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir málum þar sem ungir drengir eru fjárkúgaðir með hótunum um dreifingu á nektarmyndum hafa fjölgað. Skipulagðir erlendir glæpahópar standa oft að baki fjárkúguninni.

Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði
Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað.

Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017
Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu.

Nauðgaði sautján ára stúlku í leigubíl á Reykjanesbrautinni
Abdul Habib Kohi hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa nauðgað sautján ára stúlku í leigubíl sínum þegar hann ók henni heim.

DNA konu fannst á typpi karlmanns en dugði ekki til
Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki.

Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna.

Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar
Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur.

Vagnstjóri fylgdi ekki verklagi þegar stúlku var hótað nauðgun
Vagnstjóri Strætó fylgdi ekki verklagsreglum þegar ung stúlka tilkynnti honum fyrir tæpum tveimur vikum að sex drengir væru að áreita hana í vagninum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að verklag verði ítrekað við vagnstjóra. Hann segir slík atvik eiga sér stað reglulega en að þeim hafi ekki farið fjölgandi.

Tónlistarframleiðandi sakar Diddy um káf og önnur kynferðisbrot
Tónlistarframleiðandi hefur höfðað mál á hendur athafna- og tónlistarmanninum Sean Combs vegna meintra kynferðisbrota. Segir maðurinn Combs meðal annars hafa káfað á sér og neytt sig til að sænga hjá kynlífsstarfsmönnum.

Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra.

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“
Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta.

Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu
Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því.

Mál Alberts látið niður falla
Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg
Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu.

Sáðlát yfir andlit með valdi litið alvarlegri augum í Landsrétti
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili hennar í júlí sumarið 2021. Hann var nítján ára þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu kynnst á Instagram fyrr um daginn. Landsréttur þyngdi refsingu úr héraði þar sem maðurinn fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir blygðunarsemi.

Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi
Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis.

Ástralskur biskup ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum
Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs.

KSÍ og kynferðisofbeldi
Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni.

Dani Alves dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi
Dani Alves, einn sigursælasti fótboltamaður sögunnar, hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.

Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra.