
Flokkur fólksins

Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega.

Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007
Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007.

Börn með fjölþættan vanda
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda.

Leyfi til að syrgja
Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi.

Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017.

Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans.

Eigandinn smánaður
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning.

Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif
Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp.

Þegar lífið snýst á hvolf
Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist.

Grásleppan úr kvóta!
Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda.

Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs
Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR.

Innanlandsflug eru almenningssamgöngur !
Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki.

Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun
Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar
Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn.

Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi
Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt.

Samfylkingin eykur fylgið
Samfylkingin mælist enn með mesta fylgið samkvæmt þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentum á milli mánaða.

Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin
Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu.

Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.

Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur
Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR hefur lýst því yfir að hann sé farinn í verkfall frá störfum stjórnar. Hann segir vargöld ríkja í stjórninni og telur að Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, eigi að taka sér leyfi frá störfum á meðan stjórnarkjör gengur yfir.

„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“
Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Flokki fólksins einum refsað
Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum.

Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði
Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala.

Flokkur fólksins á niðurleið
Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu.

Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda.

Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann
Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi.

Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin.

„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta.

VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin
Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember.

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.