Skipaflutningar

Breyttar tekjuáætlanir tóku verðmiðann á Controlant niður um tíu milljarða
Minni umsvif en áður hafði verið reiknað með vegna ört minnkandi eftirspurnar eftir bóluefnum gegn Covid-19 þýddi að gengið í milljarða króna hlutafjáraukningu Controlant, sem hefur staðið yfir síðustu mánuði, lækkaði talsvert eftir því sem leið á fjármögnunarferlið. Ásamt þátttöku tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru meðal annars stofnandi og aðrir stórir hluthafar í Kerecis núna í hópi fjárfesta sem leggja Controlant til aukið hlutafé.

Þrettán saknað eftir að flutningaskip sökk
Þrettán er saknað eftir að flutningaskip sökk undan grísku eyjunni Lesbos.

Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag
Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun.

Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði.

Fimm látnir eftir skipaárekstur í Norðursjó
Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins.

Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð
Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár.

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum
Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Kverkatak
Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt.

Umræðu um alvarleg samkeppnisbrot snarlega stýrt í aðrar áttir
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er málshefjandi í sérstakri umræðu um samkeppniseftirlit á Alþingi en til andsvara er Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.

Samskip krefja Eimskip um bætur
Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kafarar á leið að skipinu til að meta skemmdir
Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra.

Grunur um olíuleka úr skipinu sem tók niðri við Akurey
Erlent flutningaskip tók niðri við Akurey á þriðja tímanum í dag. Olíubrák reyndist vera á svæðinu og var skipinu því snúið aftur til hafnar. Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar.

Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun
Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun.

Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur
Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð.

Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna
Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni.

Nokkur orð um sátt og sektir
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku.

Á von á enn hærri sektum á næstu árum
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum.

„Útilokað“ að verða við kröfum Samkeppniseftirlitsins
Samskip segir það hafa tekið Samkeppniseftirlitið þrettán ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa og ætluðu samráði við Eimskip“. Forstjórum fyrirtækjanna hafi ekki verið vel til vina.

Stjórnendur farið langt yfir strikið
Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti.

Leggja til leiðir til að auka samkeppni
Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði.

Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp
Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf.

Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga
Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir.

Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir
Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati.

Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði
Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum.

Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins.

Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn
Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar.

Fundu tvö þúsund ára gamalt skipsflak
Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan.

Eldur kviknaði í flutningaskipi með nær þrjú þúsund bíla innanborðs
Einn lést og 22 særðust þegar eldur kviknaði í flutningaskipi 27 kílómetrum út af ströndum hollensku eyjunnar Ameland í nótt. Í skipinu eru þrjú þúsund bifreiðar.

Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant
Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna.

Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi
Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma.